Mannauðsstefna Vegagerðarinnar

Stefnan byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum Vegagerðarinnar.

Gildi Vegagerðarinnar eru:  Fagmennska – Öryggi – Framsýni – Þjónusta

Markmið mannauðsstefnu er að ráða, halda í og efla hæft og áhugasamt starfsfólk.

 • Við viljum að starfsmenn njóti þess að þróa Vegagerðina þannig að hún þjóni viðskiptavinum sem best.
 • Við vinnum saman að sameiginlegum markmiðum Vegagerðarinnar.
 • Við vinnum af ábyrgð og metnaði og sýnum frumkvæði í starfi.

Starfsmannaval og starfslok.

 • Unnið skal eftir faglegu ráðningarferli.
 • Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
 • Við leggjum áherslu á að starfsfólk sé vel þjálfað, hæft og lausnamiðað.
 • Við leggjum áherslu á að yfirfæra þekkingu við starfslok og leitumst við að gefa starfsmönnum kost á að minnka við sig starfshlutfall í aðdraganda starfsloka.

Starfsumhverfi.

 • Við leggjum áherslu á heilsusamlegt, öruggt og skemmtilegt starfsumhverfi.
 • Við leggjum áherslu á að starfsmenn geti samræmt atvinnu- og einkalíf.
 • Við gætum jafnræðis og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum.
 • Við leggjum áherslu á að þekking glatist ekki við starfsmannabreytingar.

Stjórnun.

 • Lögð er áhersla á að stjórnendur séu til fyrirmyndar, leitist við að byggja upp jákvætt starfsumhverfi  og efla liðsheild sem leiðir til betri árangurs í starfi.

Starfsþróun.

 • Starfsþróun er sameiginlega á ábyrgð starfsmanns og yfirmanns.
 • Við leggjum áherslu á fræðslu, þjálfun og endurmenntun.
 • Við leitumst við að veita starfsmönnum tækifæri til að kynna sér störf annarra og færast til í starfi.

Heilsa.

 • Við hvetjum starfsmenn til að stunda heilbrigða og holla lífshætti og viðhalda þannig lífsgæðum.

Samskipti.

 • Við viljum að samskipti okkar séu jákvæð, uppbyggjandi og stuðli að skilvirku samstarfi.
 • Við stuðlum að góðum starfsanda þar sem ríkir traust, trúnaður, hreinskilni og virðing.
 • Við leggjum áherslu á fjölbreytta og öfluga miðlun upplýsinga.

 

Útgáfudagur á vef: 11.09.2019